Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.
1302042 – Iðnaðarsvæði norðan Þykkvabæjar - Pdf 2 MB
Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022. Breytingin tekur til breyttrar landnotkunar norðan við þéttbýlið við Þykkvabæ og verður hluta landbúnaðarsvæðis breytt í iðnaðarsvæði undir vindrafstöðvar.
Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 10. október 2013.
----------------------------------------------------
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
1306039 – Fellsmúli fiskeldi deiliskipulag - Pdf 0,5 MBog Pdf 1 MB
Um er að ræða deiliskipulag á 5 ha spildu við Minni-vallalæk í landi Fellsmúla, Rangárþingi ytra. Tillagan felur í sér afmörkun lóða, stækkun á núverandi fiskeldishúsi ásamt minniháttar breytingum á núverandi mannvirkjum á lóðinni og skilgreiningu á staðsetningu fyrir gámageymslur innan lóðarinnar.
1308012 – Þykkvabær vindrafstöðvar - Pdf 1 MB
Um er að ræða deiliskipulag sem tekur til tveggja 0,5 ha spildna úr landi Hábæjar. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir að reistar verði tvær vindrafstöðvar. Gert er ráð fyrir að reistar verði spennistöðvar við báðar vindrafstöðvarnar.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is ásamt umhverfisskýrslu fyrir Fellsmúla. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 10. október 2013.
----------------------------------------------------
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að eftirfarandi breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.
1308026 – Galtalækur fiskeldi - Pdf 0,8 MB
Sveitarstjórn vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar fiskeldisstarfsemi á Galtalæk í Landsveit. Afmarkað er iðnaðarsvæði (I15) í landi Galtalækjar og sett inn lýsing á starfseminni í greinargerð, kafla 4.4 um iðnaðarsvæði.
Lýsing skipulagsáætlunarinnar liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Frestur til að skila inn ábendingum eða athugasemdum er til 12. 09. 2013
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra