Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Gíslholt, Rangárþingi ytra, endurauglýsing deiliskipulagstillögu
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 16.8.2023 að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi fyrir Gíslholt. Um eru að ræða lóðir undir íbúðarhús og smávægilega atvinnustarfsemi. Tillagan var auglýst frá 19.2.2020 til og með 1.4.2020. Í afgreiðslu Skipulagsstofnunar kom fram að misræmis gætti í ákvæði um byggingarmagn á frístundalóðum og að byggingareitur eldri lóðar á svæðinu væri ekki samkvæmt ákvæðum skipulagsreglugerðar um 50 metra fjarlægðarmörk frá vötnum og 100 metra frá tengivegi. Undanþága frá ráðuneyti liggur nú fyrir og lögð eru fram uppfærð gögn. Aðkoma að jörðinni er af Heiðarvegi nr. 286.
Uppdrátt má nálgast hér
Greinargerð má nálgast hér
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 5. október 2023.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra