Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Árbæjarhellir 2, L198670. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.5.2023 að auglýsa tillögu að breytingum á landnotkun á hluta jarðarinnar Árbæjarhellis 2 þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í íbúðasvæði. Gert er ráð fyrir að um 5 ha svæði verði breytt í íbúðasvæði með alls 8 lóðum, 0,5 - 0,9 ha að stærð. Aðkoman er frá Árbæjarvegi um aðkomu að Skjóli og Villiskjóli.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Heiði, L164645. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.5.2023 að auglýsa tillögu að breytingum á landnotkun lóðinni Heiði þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í frístundasvæði. Gert er ráð fyrir að um 1,8 ha svæðinu verði breytt í frístundasvæði með alls 5 lóðum. Aðkoman er af Þingskálavegi, um land Heiðar.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Efra-Sel 3c, (Austursel) L220359. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.5.2023 að auglýsa tillögu að breytingum á landnotkun á Efra-seli 3c, Austurseli, þar sem núverandi frístundasvæði verði breytt í landbúnaðarsvæði. Gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt tengdum útihúsum. Aðkoman er frá Bjallavegi um núverandi veg að frístundasvæðinu kringum Austursel.

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

 

Tillögurnar eru aðgengilegar í skipulagsgátt, þær liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 2. ágúst 2023.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?