
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar Rangárþings ytra á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.
Stækkun íþróttasvæðis á Hellu, breyting á landnotkun
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.nóvember 2022 tillögu að breytingum á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi opið svæði norðan við grunnskólann og núverandi knattspyrnuvöll á Hellu, merkt OP2 á uppdrætti og í greinargerð aðalskipulagsins, verði gert að íþróttasvæði. Tillagan var auglýst frá og með 2.febrúar 2022 til og með 16.mars 2022. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Har. Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra