Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.
Akstursíþróttasvæði og jaðarsport við Gunnarsholtsveg, breyting á landnotkun
Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 tillögu að breytingu á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir akstursíþróttasvæði og jaðarsport þar sem hluti núverandi skógræktar- og landgræðslusvæði SL28 verði gert að íþróttasvæði ÍÞ6.
Þjóðólfshagi 1, breyting á landnotkun
Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir hluta úr landi Þjóðólfshaga, þar sem hluti núverandi frístundabyggðar verði gerður að íbúðabyggð.
Borgarbraut 4, breyting á landnotkun
Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun lóðar nr. 4 við Borgarbraut í aðalskipulagi sveitarfélagsins, þar sem núverandi íbúðarnotkun verði breytt í verslunar- og þjónustunot.
Gaddstaðir, breyting á landnotkun
Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir hluta úr landi Þjóðólfshaga, þar sem hluti núverandi frístundabyggðar verði gerður að íbúðabyggð.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 6. október 2021
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Har. Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra