Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.
Jarlsstaðir, breyting á landnotkun
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2020 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir Jarlsstaði, svæði merkt F74, þar sem hluti núverandi landbúnaðarsvæðis verði gert að frístundabyggð.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Rangárslétta, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Rangársléttu úr landi Leirubakka. Um er að ræða deiliskipulag sem gerir ráð fyrir uppbyggingu á 11 stórum frístundalóðum frá 1,5-5,5 ha. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Landvegi (nr. 26) og í gegnum frístundabyggð Fjallalands.
Borgir, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Borgir úr landi Sólvalla. Um er að ræða deiliskipulag sem gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, bílskúrs og gestahúss. Aðkoma að skipulagssvæðinu er af Suðurlandsvegi (1), um Oddaveg (266) og um núverandi aðkomuveg að Sólvöllum.
Gaddstaðir, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.5.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir heildarsvæðið að Gaddstöðum, bæði núverandi frístundasvæði og nýtt íbúðasvæði. Áformað er að lóðir verði óbreyttar en aðkomum breytt að sumum þeirra og byggingarmagn endurskoðað. Vegna tímaákvæðis í skipulagslögum er tillagan auglýst hér að nýju.
Hér má nálgast greinargerðina.
Klettamörk, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2020 að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi fyrir Klettamörk úr landi Maríuvalla. Áform eru uppi um að reist verði alls 8 gistiskálar til útleigu, ásamt íbúðarhúsi til íveru. Aðkoma verður frá Gunnarsholtsvegi.
Hér má nálgast skipulagsgögnin.
Sólstaður Klettholt, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Sólstað - Klettholt úr landi Köldukinnar. Deiliskipulagið tekur yfir stærstan hluta gildandi deiliskipulags; Kaldakinn í Rangárþingi ytra-deiliskipulag jarðar, sem staðfest var í B-deild dags. 03.12.2018. Skipulagssvæði Sólstaðar / Klettholts er felldur úr deiliskipulaginu fyrir Köldukinn og unnið nýtt deiliskipulag fyrir það svæði. Samhliða er gerð deiliskipulagsbreyting fyrir Köldukinn svo þar stendur aðeins eftir jörðin Kaldakinn L165092. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir byggingum sem tengjast landbúnaði en mögulegt byggingarmagn fer eftir stærð lóða/jarða. Aðkoma er af Landvegi (26) og um Árbæjarveg (271).
Hér má nálgast eftirstandandi tillögu Köldukinnar.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 30. desember 2020.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Har. Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra