Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Leynir 2 & 3, breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.1.2020 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir hluta úr landi Leynis 2 og 3 í Landsveit, þar sem hluti núverandi landbúnaðarsvæðis verði gert að svæði fyrir verslun- og þjónustu. Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar um að fyrirhugaðar framkvæmdir í tengslum við breytinguna skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum.

Tillöguna má nálgast hér

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun samhliða auglýsingu á ofangreindri breytingu í aðalskipulagi

 

Leynir 2 & 3, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.11.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Leyni 2 & 3 samhliða breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið. Um er að ræða deiliskipulag sem gerir ráð fyrir uppbyggingu þjónustu til ferðamanna. Á svæðinu hefur verið rekið tjaldsvæði um árabil en landeigandi áformar að efla rekstur þess og koma jafnframt á fót gisti- og veitingarekstri. Meðal breytinga frá kynningu lýsingar þá hefur frístundasvæði verið tekið út og umfang varðandi gestafjölda verið minnkað. Gistiskálar komi í stað hjólhýsa á tjaldsvæði. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Landvegi (nr. 26). Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar um að fyrirhugaðar framkvæmdir í tengslum við tillöguna skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum.

Greinargerð má nálgast hér

Uppdrátt má nálgast hér

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 1. júlí 2020

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?