Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að eftirfarandi breytingu á deiliskipulagi.
Vesturhlíð, land úr landi Haga, Rangárþingi ytra
Landeigandi hefur fengið heimild sveitarstjórnar Rangárþings ytra til að leggja fram deiliskipulag af jörð sinni. Samkvæmt fyrirliggjandi áformum verður jörðin nýtt undir ferðaþjónustu tengda hestamennsku, reisa á íbúðarhús og skemmu fyrir lögbýli ásamt reiðhöll. Jafnframt er gert ráð fyrir stórum einbýlishúsum í ferðaþjónustu, tjaldsvæði fyrir skipulagða hópa á vegum staðarhaldara ásamt frístundahúsalóðum á 3 stöðum á jörðinni.
Lýsingin er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Skila má ábendingum við efni lýsingar til skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Kynningu lýsingar lýkur föstudaginn 22. mars nk, klukkan 15.00
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
skipulagsfulltrúi.