1407012 – Helluvað 3, breyting á landnotkun vegna frístundasvæðis.
Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Breytingin felur í sér breytingu á landnotkun úr landi Helluvaðs 3 þar sem 16 ha. lands er breytt í frístundasvæði úr landbúnaðarsvæði.
Gerð verður nánari grein fyrir öðrum þáttum í deiliskipulagi í samræmi við aðalskipulag.
1302038 – Jarlsstaðir, breyting á landnotkun
Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Um er að ræða breytingar á landnotkun úr landi Jarlsstaða , s.s. iðnaðarsvæði vegna malarnáms og steypustöðvar. Einnig verður skilgreint vatnsból og vatnsverndarsvæði þess á uppdrætti. Einnig verður skilgreint um 50 ha svæði undir frístundabyggð.
Gerð verður nánari grein fyrir öðrum þáttum í deiliskipulagi í samræmi við aðalskipulag.
Ofantaldar tillögur eru til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Kynningu lýkur miðvikudaginn 3. september, klukkan 15.00
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra