Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

Öldur III, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra vinnur að gerð deiliskipulags fyrir íbúðarsvæðið Öldur III á Hellu. 
Fyrir syðsta og vestasta hluta svæðisins er í gildi deiliskipulag staðfest með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. apríl 2008. Vestasti hluti svæðisins hefur verið tekinn undir gámavöll en sú starfsemi er víkjandi. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir lóðum fyrir einbýlis-, rað- og parhús, á einni til tveimur hæðum. Með gildistöku nýs deiliskipulags er eldra skipulag fellt úr gildi.

 Tillöguna má nálgast hér

Lundur og Nes, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra á samráði við stjórn Lundar vinnur að gerð deiliskipulags fyrir Lund, dvalar- og hjúkrunarheimili  á Hellu og næsta nágrenni þess. Tillagan tekur til lóða Lundar og Ness 2, lóða við Seltún og nýrra lóða norðan við Lund. Jafnframt eru aðkomur skilgreindar frekar og gert ráð fyrir stækkunarmöguleikum við dvalarheimilið.

 Tillöguna má nálgast hér

Nes-útivistarsvæði, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra vinnur að gerð deiliskipulags fyrir útivistarsvæði á Nesi á Hellu. Skipulagssvæðið er vestan Þrúðvangs á bökkum Ytri-Rangár. Svæðið hefur verið nýtt til útivistar. Gert er ráð fyrir að sett verði upp áhöld og tæki sem m.a. nýtist börnum, eldri borgurum og almenningi til leikja og útiveru. Innan byggingareits er gamall braggi sem áformað er að endurbyggja/lagfæra. Gert er ráð fyrir bílastæðum við svæðið.

 Tillöguna má nálgast hér

Hrólfstaðahellir, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur heimilað gerð deiliskipulags fyrir jörðina Hrólfstaðahellir í Rangárþing ytra. Deiliskipulagið tekur til þriggja lóða fyrir frístundahús og einnar lóðar fyrir íbúðarhús. Aðkoma að svæðinu er um Landveg (26) og síðan um Bjallaveg (272) og næst um Hrólfsstaðhellisveg (2773).

 Tillöguna má nálgast hér

Maríuvellir, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur heimilað gerð deiliskipulags fyrir svæði úr Maríuvöllum. Tillagan tekur til byggingareits sem innifelur byggingu íbúðarhúss, bílskúrs og skemmu auk þess að sýnd er aðkoma að umræddum byggingareit. Aðkoma er frá Rangárvallavegi (nr. 264) og um Gilsbakkaveg (nr. 2745).

 Tillöguna má nálgast hér.

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 18. júlí 2018


Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is 

Haraldur Birgir Haraldsson

skipulagsfulltrúi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?