Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Snjallsteinshöfði 1a, deiliskipulag.
Deiliskipulagið tekur yfir um 26 ha svæði í landi Snjallsteinshöfða 1a. Tillagan tekur til 5 lóða fyrir frístundahús, einnar fyrir útihús/skemmu auk einnar lóðar fyrir íbúðarhús. Aðkoma er af Árbæjarvegi nr. 271 og um heimreið að Snjallsteinshöfða 1.
Bjálmholt / Beindalsholt 2, deiliskipulag.
Deiliskipulagið tekur yfir um 13,6 ha lands, annars vegar um 11,7 ha spildu, Bjálmholti, landnr. 216675 og hins vegar um 1,75 ha spildu, Beindalsholti 2, landnr. 194944 Gert er ráð fyrir byggingareitum fyrir íbúðarhús og skemmu. Auk þess er gert ráð fyrir nýjum aðkomuvegi að Bjálmholti 216675.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 4. apríl 2018.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
skipulagsfulltrúi.