
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.
Vaðfitjanáma. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.4.2025 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem nýtt efnistökusvæði yrði skilgreint. Um er að ræða um 11 ha efnistökusvæði úr landi Landmannaafréttar, nánar tiltekið á Þjórsáreyrum, austan við Þjórsá og sunnan Sultartangalóns og Vaðöldu. Gert verði ráð fyrir allt að 80.000 m³ efnistöku. Aðkoma að svæðinu er frá Þjórsárdalsveg (32) sem er skilgreindur sem stofnvegur skv. vegaskrá Vegagerðarinnar
Lýsingu skipulagsáforma má nálgast hér.
Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 30. apríl nk.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Hallstún L190888, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.4.2025 að auglýsa tillögu að breytingum á deiliskipulagi fyrir Hallstún L190888. Gerð hefur verið breyting á landnotkun í aðalskipulagi til samræmis við breytinguna. Þær 7 frístundalóðir sem nú eru til staðar haldast óbreyttar. Á syðstu lóðinni (15,9ha) er gert ráð fyrir tveimur íbúðarhúsum, heild samtals um 400m² með bílskúr og að auki verði byggð landbúnaðartengd hús, svo sem skemma og útihús. Aðkoma er af Landvegi (26) um Ölversholtsveg.
Skipulagsgögn má nálgast hér.
Rangárflatir 4, 4b og 6, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.4.2025 að auglýsa tillögu að breytingum á deiliskipulagi fyrir Rangárflatir 4, 4b og 6. Breytingar felast í að lóðirnar Rangárflatir 4B og Rangárflatir 4 verða sameinaðar í eina lóð, Rangárflatir 4. Lóð verður skilgreind fyrir spennistöð. Byggingarreitur fyrir rafhleðslu bifreiða verður skilgreindur. Nýir byggingarreitir fyrir útleiguhús til ferðamanna verða skilgreindir. Einnig verður skipulagssvæðið stækkað þannig að Rangárflatir 6 verða teknar inn í skipulagið. Á Rangárflötum 6 verður byggingarreitur skilgreindur á lóð og skal byggingarheimild vera innan marka gildandi aðalskipulags, að hámarki 0,4. Aðkoma er af Þjóðvegi 1 um Rangárflatir (Gaddstaðaveg).
Skipulagsgögn má nálgast hér.
Heiði L164645, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.4.2025 að auglýsa tillögu að breytingum á deiliskipulagi fyrir Heiði L164645. Um er að ræða u.þ.b. 2,0 ha lóð sem skipta á niður í 5 lóðir til uppbyggingar frístundahúsa. Vegur innan svæðis verður í sameign allra. Aðkoma að frístundabyggðinni er um Suðurlandsveg. Um 1,5 km austan við Hellu, um Rangárvallaveg [264] í átt að Gunnarsholti. Áður en komið er í Gunnarsholt er beygt inn Þingskálaveg [268] í átt að Næfurholti. Keyrt er framhjá Heiði, yfir Heiðarlæk. Á vinstri hönd er afleggjari að lóðinni frá Þingskálavegi [268].
Skipulagsgögn má nálgast hér.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. maí 2025.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra