Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Gaddstaðir íbúðasvæði. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12. febrúar 2025 að gerðar yrðu breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 vegna breyttrar aðkomu að Gaddstöðum íbúðasvæði. Breytingin tekur til frístunda- og íbúðasvæðis, þar sem fjöldi lóða og aðkomuvegur að ÍB29 og F63 er endurskoðaður þar sem núverandi aðkoma var aðeins ætluð til bráðabirgða. Ný aðkoma að svæðinu verður meðfram Suðurlandsvegi (1) að sunnanverðu, frá væntanlegu hringtorgi við Reykjagarð. Núverandi aðkoma að svæðinu sem er um Aldamótaskóg verður felld úr gildi. Í samræmi við breytingu á legu aðkomuvegar verða lóðarmörk endurskoðuð. Breyting á þéttbýlisuppdrætti fyrir Hellu verður unnin í kjölfarið þar sem núverandi tenging við þéttbýlið færist örlítið.

Greinargerð má nálgast hér. 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Svínhagi SH-6, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Byggðaráð í umboði Sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 26.2.2025 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Svínhaga SH-6. Áform eru um byggingu íbúðarhúsa, sumarhúsa eða gestahúsa ásamt tilheyrandi byggingum á landbúnaðarsvæði. Aðkoma er af Þingskálavegi (268).

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

 

Jórkelda, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Byggðaráð í umboði Sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 26.2.2025 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Jórkeldu, spildu úr Köldukinn. Áform eru um byggingu íbúðarhúss ásamt skemmu og tilheyrandi byggingum á landbúnaðarsvæði. Aðkoma er af Landvegi (nr. 26) um aðkomuveg inn á Jórkeldu.

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

 

Landmannahellir, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi (Endurauglýsing).

Byggðaráð í umboði Sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 26.2.2025 að auglýsa breytingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Landmannahelli. Um er að ræða að gera bílastæði sem þörf er á á svæðinu ásamt því að gera áningasvæði við tjaldsvæðið með fræðslu og upplýsingaskiltum um friðlandið og gönguleiðir út frá Landmannahelli. Einnig er ráðgert að gera skipulag á tjaldsvæðinu sjálfu þar sem aðgreint verður svæði fyrir tjöld annars vegar og húsbíla og fellihýsi hinsvegar. Landmannaleið stundum nefnd Dómadalsleið (nr. F-255) liggur frá Landvegi (nr. 26) norðan Heklu. Frá Landvegamótum er um 80 km í Landmannahelli.

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

 

Vaðölduver, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Byggðaráð í umboði Sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 26.2.2025 að auglýsa breytingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Vaðölduver. Unnið hefur verið nánar að útfærslu vindorkuversins og verður vindmyllum fækkað, meira byggingarmagn á lóð safnstöðvar heimilað, bætt verður við útsýnisstað og bílastæði við hann, vegtengingar og lega göngu- og reiðleiða er yfirfarin ásamt því að bætt er við vatnsbóli, söfnunargeymi fyrir vatn og vatnslögnum. Að auki verður gerð grein fyrir legu ljóslagna meðfram Þjórsárdalsvegi. Þá verða lóðir sem voru skilgreindar undir vindmyllur felldar út. Aðkoma er af Þjórsárdalsvegi (nr. 32).

Greinargerð má nálgast hér. 

Uppdrátt skipulagsins má nálgast hér. 

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 16. apríl 2025.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?