Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.
Geitasandur og Geldingalækur. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.6.2024 tillögu að breytingum á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 fyrir Geitasand og Geldingalæk. Varðandi Geitasand er gert ráð fyrir að fella út hluta af skógræktar- og landgræðslusvæði SL5 innan Geitasands (L199603), en heildarstærð svæðisins (SL5) er um 1010 ha og mun allt að þriðjungur þess verða breytt og skilgreint í staðinn sem landbúnaðarsvæði. Um að ræða land í nágrenni svifflugvallarins á Geitamel. Flugbraut / lendingarstaður FV4 innan svæðisins helst óbreytt. Varðandi Geldingalæk er gert ráð fyrir að breyta landbúnaðarsvæði syðst í landi Geldingalækjar (L164490), svokallað Stórholt í um 140 ha skógræktar- og landgræðslusvæði.
Skipulagsgögn má nálgast hér.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun:
Oddspartur, Rangárþingi ytra, deiliskipulag (Endurauglýsing)
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.10.2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Oddspart. Tilheyrandi breytingar á aðalskipulagi eru í ferli auglýsingar. Fyrir er veitingastaður og tvennar gistihvelfingar (kúluhús) til útleigu innan skikans. Áform eru um áframhaldandi uppbyggingu innan svæðis, þá allt að 15 gistihvelfingar (kúluhús) og tvenn þjónustuhús ásamt stækkun núverandi húsnæðis veitingastaðar og íbúðarhúss. Einnig er gert ráð fyrir 5 stærri húsum til útleigu fyrir gesti. Gert er ráð fyrir gistiplássi fyrir allt að 70 gesti. Aðkoma er af Ásvegi. Tillagan er hér endurauglýst en bent er á að fyrri umsagnir gilda áfram.
Uppdrátt skipulagstillögunnar má nálgast hér.
Greinargerð skipulagstillögunnar má nálgast hér.
Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 26. febrúar 2025.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Har. Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra