Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (sett inn 3.1.2025)

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

 

Hallstún spilda L203254. Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Hallstún spildu L203254, þar sem núverandi landnotkun landbúnaðarsvæðis verði breytt í verslunar- og þjónustunot. Fyrirhuguð er uppbygging ferðaþjónustu fyrir allt að 20 gesti.

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

Stekkatún. Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Stekkatún. Breytingin nær til Stekkatúns 1 (landnr. 165446) sem er 44 ha að stærð skv. skrá HMS. Hluti lands er skilgreindur sem verslunar- og þjónustusvæði VÞ36 í gildandi aðalskipulagi. Fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir að stækka verslunar- og þjónustusvæði VÞ36 úr 6,7 ha í 44 ha. Megin uppbygging yrðu gestahús/litlar hvelfingar þar sem gestir geti notið næturhimins og norðurljósa, ásamt góðri gistiþjónustu. Hámarks byggingarmagn innan þjónustusvæðis hefði aukist úr 510 m2 yfir í allt að 1600 m2 innan svæðis. Lýsing skipulagsáforma hefur verið kynnt og var frestur til athugasemda til og með 28.11.2024. Nokkrar athugasemdir bárust á kynningartíma lýsingarinnar sem gerðu það að verkum að umsækjendur hafa nú minnkað áform sín niður í að Verslunar- og þjónustusvæðið verður 12,6 ha í stað 44 ha áður, að hámarksfjöldi gesta verði allt að 54 í allt að 27 litlum gestahúsum / hvelfingum í stað 55 áður

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

 

Vinnslutillögurnar eru til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is og að auki í www.skipulagsgatt.is

Kynningu lýkur þriðjudaginn 7. janúar nk klukkan 15.00

Vilji hagsmunaaðilar senda inn ábendingar á þessu stigi er það heimilt en formlegur frestur til athugasemda verður þó gefinn þegar tillagan hefur verið samþykkt til auglýsingar síðar.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?