Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Norður Nýibær, breyting á aðalskipulagi.

Rangárþing ytra samþykkti þann 12.6.2024 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Stækkað verði verslunar- og þjónustusvæðið VÞ23. Gert er ráð fyrir stækkun núverandi hótelbyggingar í allt að 5000 m², á allt að 3 hæðum. Innan verslunar og þjónustusvæðisins verður eining gert ráð fyrir hreinlegri iðnaðarstarfsemi. Fyrirhugað er að heimila stækkun núverandi aðstöðu í allt 1500 m². Heimiluð verði föst búsetu innan svæðis í allt 12 litlum íbúðum í rað- og/eða parhúsum. Gert verður ráð fyrir nýju íbúðarsvæði með allt að 3 íbúðarhúsalóðum á L219861 Norður Nýibær lóð. Gert verður ráð fyrir allt að þremur nýjum aðkomuvegum inn á skipulagssvæðið.

Hér má nálgast skipulagsgögn. 

 

Tindasel, breyting á landnotkun.

Rangárþing ytra samþykkti þann 14.8.2024 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nú þegar er skilgreint um 2 ha verslunar- og þjónustusvæði (VÞ9) á Tindaseli 1 sem stækkar í um 12,7 ha. Áætluð er uppbygging á hóteli og ferðaþjónustu tengd útiveru. Fyrirhugað er að auka heimildir til gistingar úr 16 manns í allt að 200. Einnig verður gert ráð fyrir fastri búsetu á svæðinu fyrir starfsmenn. Starfsmannahús verður innan VÞ reits.

Hér má nálgast skipulagsgögn. 

 

Lúnansholt III og IV, breyting á landnotkun.

Rangárþing ytra samþykkti þann 10.4.2024 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gert er ráð fyrir að landnotkun breytist úr núverandi frístundasvæði (F75) í íbúðasvæði. Núverandi stærð frístundabyggðar er 8 ha og í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir allt að 10 lóðum innan skipulagssvæðis. Búið er að byggja á 4 lóðum en í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 5 frístundalóðum. Óskir landeigenda eru að geta haft fasta búsetu á svæðinu með rýmri lóðum, meira útsýni og hafa heimild fyrir minniháttar húsdýrahaldi innan lóðar.

Hér má nálgast skipulagsgögn

 

Heimahagi, breyting á landnotkun.

Rangárþing ytra samþykkti þann 8.5.2024 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gert er ráð fyrir að landnotkun breytist úr núverandi landbúnaðarsvæði í frístundasvæði. Svæðið sem breytingin nær til er Heimahagi (landnr. 206436) og er skráð 95,7 ha að stærð skv. HMS. Fyrirhugað að 24,7 ha verði skilgreint sem frístundabyggð fyrir allt 30 frístundalóðum.

Hér má nálgast skipulagsgögn

 

Reyðarvatn 5K5, breyting á landnotkun.

Rangárþing ytra samþykkti þann 8.5.2024 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gert er ráð fyrir að landnotkun breytist úr núverandi frístundasvæði í landbúnaðarnot. Svæðið sem breytingin nær yfir er Reyðarvatn 5 K5 (landnr. 164770). Gert er ráð fyrir að Reyðarvatn K5 fái nýtt heiti og verði þess í stað Austasta Reyðarvatn. Byggingarmagn verður uppfært í samræmi við landnotkun.

Hér má nálgast skipulagsgögn

 

Aðalsel, Háasel, Mósel, Sel og Vestursel, breyting á landnotkun.

Rangárþing ytra samþykkti þann 12.6.2024 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gert er ráð fyrir að landnotkun breytist úr núverandi frístundasvæði í landbúnaðarnot. Svæðin sem breytingin nær yfir eru Aðalsel (landnr. 235159), Háasel (landnr. 220358), Mósel (landnr. 224132), Sel (landnr. 202401) og Vestursel (landnr. 235160). Byggingarmagn verður uppfært í samræmi við landnotkun.

Hér má nálgast skipulagsgögn

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Snjallsteinshöfði 4, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.8.2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi af Snjallsteinshöfða 4. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi og bílskúr, 3 gesta-/frístundahúsum og skemmu innan lóðar. Aðkoma er af Árbæjarvegi (271) um vegslóða innan lóðar Snjallsteinshöfða vegsvæðis (L235970) að lóð Snjallsteinshöfða 4.

Hér má nálgast skipulagsgögn

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 2. október 2024.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?