Mynd: Marta Gunnarsdóttir
Mynd: Marta Gunnarsdóttir

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkt sveitarstjórnar Rangárþings ytra eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

Meiri-Tunga 7, deiliskipulag.

Deiliskipulagið tekur til nýrrar lóðar úr landi Meiri-Tungu 2. Á lóðinni er fyrirhugað að byggja íbúðarhús, bílskúr og gestahús, í tengslum við búrekstur á jörðinni. Aðkoma að lóðinni er af Ásvegi og um nýjan aðkomuveg um land Meiri-Tungu 2.

Skipulagið má nálgast hér.

Greinargerð má nálgast hér.

Hólar, deiliskipulag. Endurauglýsing

Deiliskipulagið tekur til nýrrar lóðar úr landi Hóla. Á lóðinni er fyrirhugað að byggja íbúðarhús, bílskúr og gestahús, í tengslum við búrekstur á jörðinni. Aðkoma að lóðinni er af Þingskálavegi. Undanþága hefur verið veitt vegna ákvæða í skipulagsreglugerð um fjarlægðir frá vegum. Vegna þess tíma sem liðinn er frá fresti til athugasemda er tillagan hér auglýst að nýju.

Deiliskipulag má nálgast hér. 

Svínhagi SH-16, deiliskipulag.

Deiliskipulagið tekur til gististarfsemi á lóð SH-16 úr landi Svínhaga. Gert verði ráð fyrir byggingu þjónustuhúss og gestahúsa fyrir gistiþjónustu. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi en verður breytt í verslunar- og þjónustusvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 sem er í samþykktarferli.

Deiliskipulag má nálgast hér. 

Þjóðólfshagi L222499, breyting á deiliskipulagi.

Nýtt deiliskipulag tekur til framlengingar aðkomuvegar, afmörkunar 6 nýrra lóða í stærðum frá 3,7 ha til 5,9 ha og byggingareita fyrir íbúðarhús, gestahús og hesthús. Nýjar lóðir fái nafnið Grenjar 4-10. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi og verður það áfram með breyttum forsendum skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 sem er í samþykktarferli.

Deiliskipulag má nálgast hér. 

Leynir, deiliskipulag

Í deiliskipulagi verði gert ráð fyrir 4 frístundalóðum og einni landbúnaðarlóð og gerð grein fyrir aðkomu að þeim. 4 lóðir hafa þegar verið stofnaðar. Á frístundalóðunum er heimilt að byggja allt að 100 m2 sumarhús, 50 m2 gestahús og 40 m2 geymslu. Á landbúnaðarlóðinni er heimilt að byggja allt að 150 m2 íbúðarhús, 50 m2 gestahús og 40 m2 geymslu. Tillaga að deiliskipulagi fyrir Leyni fór áður í umsagnarferli en vegna tímaákvæða þarf að endurtaka ferlið skv. skipulagslögum.

Deiliskipulag má nálgast hér. 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. janúar 2019.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is 

Haraldur Birgir Haraldsson

skipulagsfulltrúi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?