Sveitarfélagið Rangárþing ytra auglýsir nýjar íbúðarlóðir við Lyngöldu á Hellu á þeim forsendum að ef næg eftirspurn verði eftir lóðunum verði þeim úthlutað og farið út í framkvæmdir við götuna. Um eru að ræða 2 lóðir undir einbýlishús, eina lóð undir par eða 3ja íbúða raðhús og 2 lóðir undir 4-5 íbúða raðhús.
Ef farið verður í úthlutun lóðanna má gera ráð fyrir að gatnagerð og undirbúningur á svæðinu muni hefjast sumarið 2023.
Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 16. febrúar 2023. Ef fleiri en ein umsókn berast um hverja lóð verður dregið á milli umsækjenda. Lóðinni Lyngalda 4 hefur nú þegar verið úthlutað og því er hún ekki laus til úthlutunar. Við úthlutun gilda úthlutunarreglur sem nálgast má á heimasíðu sveitarfélagsins www.ry.is/uthlutunarreglur.
Umsóknir fara fram í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins á umsóknarsíðu www.ry.is/umsoknumlod eða í gegnum viðkomandi lóð á kortasjá sveitarfélagsins, www.map.is/ry en þar má sjá nauðsynlegar upplýsingar um allar lausar lóðir á Hellu.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Sveitarstjóra eða Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti jon@ry.is eða birgir@ry.is