Atvinnu- og nýsköpunarstefna Rangárþings ytra til kynningar fyrir íbúa og fyrirtæki

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að atvinnu- og nýsköpunarstefna fyrir Rangárþing ytra. Vinna hófst við gerð stefnunnar í kjölfarið af atvinnumálþingi sem haldið var í mars.

Stefnan var unnin af starfsmanni atvinnu-, jafnréttis- og menningarmálanefndar í samstarfi við nefndina ásamt því að sviðsstjóri hjá SASS kom að vinnunni að verulegu leyti. 

Stefnan er verkefnamiðuð og lögð eru til 10 verkefni sem unnin verða á tímabilinu en stefnan verður endurskoðuð í október 2022. 

Sveitarstjórn bókaði eftirfarandi á fundi sínum í gær: 

"Sveitarstjórn þakkar fyrir þá góðu vinnu sem liggur að baki stefnunni. Lagt fram til kynningar og afgreiðslu frestað til næsta reglulega fundar sveitarstjórnar. Stefnutillagan verði jafnframt sett á heimasíðu sveitarfélagsins til kynningar og athugasemda fyrir íbúa."

Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér stefnuna og hafa skoðun á henni. Stefnan er okkar allra. 

Athugasemdir er hægt að senda með því að smella hér eða á netfangið ry@ry.is 

Til stendur að staðfesta stefnuna á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar eftir að búið verður að fara yfir athugasemdir.

 

Athugasemdir er hægt að senda með því að smella hér eða á netfangið ry@ry.is 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?