Ferðumst um sveitarfélagið - ratleikur í Rangárþingi ytra
Settur hefur verið upp ratleikur í sveitarfélaginu fyrir unga sem aldna. Ratleikurinn er fyrsta verkefnið á vegum Heilsueflandi samfélags og er hann hvatning fyrir fólk að vera saman, ferðast og hreyfa sig þar sem á hverri stöð er smá æfing. Ratleikurinn krefst þess að fara akandi þar sem stöðvarnar eru á víð og dreif um sveitarfélagið. Er því mælt með að taka með sér nesti og gera sér glaðan dag saman.
02. júlí 2020
Fréttir