30. september 2024
Fréttir
Umfang raftækjaúrgangs er gríðarlegt og mikilvægt er að koma öllu slíku í réttan farveg svo hægt sé að endurvinna það á réttan hátt.
Alþjóðlegi rafrusldagurinn er haldinn 14. október ár hvert til að vekja athygli á þessu og hvetja fólk til að flokka og skila rafrusli til endurvinnslu.
Hér í Rangárþingi ytra tekur Sorpstöðin á Strönd við öllu rafrusli og hvetjum við íbúa til að fara í gegnum skápa og skúffur og skila gömlum raftækjum til endurvinnslu.
Nánar um málið hér fyrir neðan: