Álagningarseðlar fasteignagjalda hafa verið birtir rafrænt á ísland.is

Álagningarseðlarnir birtast í „Pósthólfi“ undir „mínar síður“ á Island.is. Seðlarnir verða ekki sendir á pappír.

Fyrsti gjalddagi af átta er 1. febrúar og og munu kröfur birtast rafrænt í heimabanka og greiðsluseðlar rafrænt á Island.is.

Athugið að ef heildarupphæð fasteignagjalda er undir kr. 50.000 yfir árið þá er gjalddagi fasteignagjalda 1. maí.

Ef vandamál koma upp við að nálgast álagningarseðla eða greiðsluseðla eða ef spurningar vakna varðandi álagningu þá er hægt að hafa samband við skrifstofu Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með því að senda tölvupóst á ry@ry.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?