Menningarstyrkur afhentur

Menningarstyrkur Rangárþings ytra var afhentur formlega á Hellu, 17. júní síðastliðinn.

Þetta var fyrri úthlutun af tveimur árið 2024 og til úthlutunar að þessu sinni voru 250.000 kr.

Alls bárust sex umsóknir í sjóðinn að upphæð 1.166.572.

Markaðs-, menningar og jafnréttismálanefnd sér um að úthluta styrkjunum og valdi hún tvo styrkþega að þessu sinni og óskar þeim innilega til hamingju.

Eftirtalin verkefni hlutu styrk og hér að neðan má sjá umsögn og rökstuðning nefndarinnar vegna úthlutunar.

Rokkveisla Radda úr Rangárþingi hlýtur styrk að upphæð 200.000 kr.

Raddir úr Rangárþingi sóttu um styrk vegna tónleika í íþróttahúsinu á Hellu 15. ágúst næstkomandi.

Verkefnið „Rokkveisla Radda úr Rangárþingi“ er spennandi og metnaðarfullt menningarverkefni sem er líklegt til að upphefja menningarstarf í sveitarfélaginu á áhrifaríkan hátt. Tónleikar á vegum Radda úr Rangárþingi hafa nú þegar sannað gildi sitt en þeir hafa verið afar vel sóttir, hlotið mikla umfjöllun víða í samfélaginu og verið lyftistöng fyrir tónlistarfólk á svæðinu.

Umsóknin var skýr og þar komu fram allar helstu upplýsingar sem nefndin þurfti til grundvallar styrkveitingu.

Glódís Margrét Guðmundsdóttir, forsprakki Radda í Rangárþingi tók við styrknum.

 

 

 

Birta Sólveig Söring Þórisdóttir hlýtur styrk að upphæð 50.000 kr. vegna einleiksins „Kríukroppur“

Birta Sólveig Söring Þórisdóttir sótti um styrk vegna uppsetningar einleiks á Hellu í ágúst næstkomandi.

Verkefnið „Kríukroppur“ er spennandi menningarverkefni sem er líklegt til að auðga menningarlíf svæðisins. Sýningin hefur einnig sterka tengingu við svæðið og íbúa þess.

Umsóknin var skýr og þar komu fram allar helstu upplýsingar sem nefndin þurfti til grundvallar styrkveitingu.

Gaman er að geta þess að Birta, sem á rætur að rekja til Selalækjar á Rangárvöllum, er nýútskrifuð leikkona frá LHÍ og mun stíga á stokk með leikfélagi Akureyrar í haust í hlutverki Auður í Litlu Hryllingsbúðinni. 

Guðný Söring Sigurðardóttir, móðir Birtu, tók á móti styrknum fyrir hennar hönd.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?