21. nóvember 2022
Fréttir
Aðventutónleikar í menningarsal Oddasóknar, Dynskálum 8, Hellu. fimmtudagskvöldið 24. nóvember kl. 20:00.
Á tónleikunum koma fram Kórinn Hringur, Kvennakórinn Ljósbrá, Harmonikusveit Suðurlands, Karlakór Rangæinga, Kirkjukór Odda- og Þykkvabæjarkirkju og Öðlingarnir.
Aðgangseyrir kr. 3000, frítt fyrir 16 ára og yngri. Innifaldar í miðaverði eru kaffiveitingar í boði Kvenfélagsins Unnar.
Allur ágóði af tónleikunum verður nýttur til að bæta aðstöðuna í Menningarsalnum.
Ath. enginn posi.