AÐSTOÐARLEIKSKÓLASTJÓRI - DEILDARSTJÓRI
Í Leikskólann Laugalandi vantar okkur:
Aðstoðarleikskólastjóra sem jafnframt gegnir starfi deildarstjóra. Um er að ræða 100% stöðu frá 4. janúar n.k. Aðstoðarleikskólastjóri starfar við hlið leikskólastjóra og er staðgengill hans. Starfar samkvæmt starfslýsingu og í samráði við leikskólastjóra. Deildarstjóri starfar samkvæmt starfslýsingu og í samvinnu við leikskólastjóra.
Menntunarkröfur:
- Kennaramenntun
- Menntun og/eða reynsla á sviði stjórnunar æskileg.
- Krafist er góðrar íslenskukunnáttu, talaðri sem ritaðri.
Leitað er eftir áhugasömum, glaðværum og metnaðarfullum starfsmanni, karli eða konu sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum og er tilbúinn til að vinna eftir sérstökum áherslum skólans.
Helstu áherslur í starfi eru m.a. traust og góð umönnun og vellíðan barnanna á allan hátt. ART þjálfun (þjálfun í félagsfærni, reiðistjórnun og siðferði), leikur, útikennsla, slökun og fjölbreyttar vinnustundir. Mikil og góð samvinna er við grunnskólann sem er undir sama þaki og leikskólinn.
Leikskólinn Laugalandi er tveggja deilda leikskóli og er staðsettur að Laugalandi í Holtum. Umhverfi skólans einkennist af fjölbreyttri íslenskri náttúru sem býður uppá endalausa möguleika fyrir leik og nám.
Umsóknir ásamt meðmælum skulu sendast á Leikskólann Laugalandi fyrir 28. desember n.k. á netfangið leikskolinn@laugaland.is
Upplýsingar veitir Sigrún Björk Benediktsdóttir, leikskólastjóri
Veffang: laugaland.leikskolinn.is
Netfang: leikskolinn@laugaland.is
Sími 488 7042