Votlendissjóður boðar til fundar um endurheimt votlendis

Mánudagskvöldið 11. nóvember, klukkan 20:00, heldur Votlendissjóður, í samstarfi við Land og Skóg, Landbúnaðarháskólann og EFLU verkfræðistofu, upplýsingafund um vottaða endurheimt votlendis.

 

Fundurinn verður haldin í Þingborg, Flóahreppi.

 

Farið verður yfir það:

  • hvað gerist líffræðilega við endurheimt votlendis,
  • tækifærin í endurheimt votlendis og hvað Votlendissjóður getur gert fyrir landeigendur,
  • þá vottuðu framkvæmd sem er að hefjast að Sölvaflötum, Flóahreppi,
  • og hvað felst í vottaðri framkvæmd.

 

Kaffi og kruðerí á boðstólnum.

 

Fundurinn á helst erindi við landeigendur sem hafa áhuga á að fá upplýsingar um tekjumöguleika og aðra möguleika sem felast í endurheimt votlendis á landi sem er í takmarkaðri notkun.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?