VISS leitar að leiðbeinanda

VISS, vinnu og hæfingarstöð á Hvolsvelli leitar eftir leiðbeinanda

VISS, vinnu og hæfingarstöð óskar eftir að ráða leiðbeinenda í 55% stöðu sem fyrst. VISS er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu. Hjá VISS er unnið eftir hugmyndafræðinni „Þjónandi leiðsögn“ og „Sjálfstætt líf“. Leiðbeinendur vinna samkvæmt lögum 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 auk tengdra reglugerða.

 

  • Meginverkefni:
    • Veita stuðning, einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu.
    • Umsjón verkefna starfsstöðvarinnar.
    • Veita persónulega aðstoð við athafnir daglegs lífs.
    • Skipuleggja og forgangsraða störfum sínum í samráði við viðkomandi yfirmenn.

 

  • Hæfnikröfur:
    • Menntun sem nýtist í starfi
    • Reynsla í starfi með fötluðu fólki
    • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
    • Hæfni í mannlegum samskiptum
    • Jákvæðni og góð þjónustulund
    • Almenn tölvukunnátta
    • Hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2025

Rangárþing eystra er heilsueflandi samfélag í stöðugri sókn. Sveitarfélagið leggur ríka áherslu á samvinnu, virðingu og vellíðan á vinnustað.

Öllum umsóknum verður svarað.