Sveitarfélögin Rangárþing ytra og Rangárþing eystra leita að áhugasömum aðila eða félagasamtökum til þess að halda fjallahjólakeppnina sumarið 2022 í sýslunni.
Sveitarfélögin stóðu fyrir fjallahjólakeppni árin 2017-2019.
Sveitarfélögin veita veglegan styrk til þess sem er reiðubúinn að taka verkefnið að sér.
Allar upplýsingar um keppnina síðustu ár ásamt kynningarefni, heimasíðu, ljósmyndum og video-i eru aðgengilegar fyrir þann sem tekur verkefnið að sér.
Leiðarval verður í samráði við sveitarfélögin og eru þeir sem staðið hafa að keppninni reiðubúin að veita allar upplýsingar sem komið geta að gagni,
Myndband frá keppninni 2018 má nálgast hér: https://www.youtube.com/watch?v=Ck-aE_cLWFc
Eigandi keppninnar verða áfram sveitarfélögin.
Áhugasamir hafi samband við Eiríkur Vilhelm (eirikur@ry.is) markaðs- og kynningarfulltrúa Rangárþings ytra eða Árný Láru (arnylara@hvolsvollur.is) markaðs- og kynningarfulltrúa Rangárþings eystra.
Umsóknarfrestur er til 22. apríl 2022.