Vaktað geymslusvæði fyrir þig!

Frá og með 15. maí hefur opnast nýr möguleiki fyrir almenning og fyrirtæki til að geyma bíla, gáma og annað lausafé sem ekki hefur heimild til að standa annars staðar. Svæðið er á svæði Þjónustumiðstöðvar við Langasand, afgirt, læst og vaktað allan sólarhringinn.

Umhverfisnefnd hefur ákveðið að senda bréf út til allra íbúa sveitarfélagsins þar sem íbúar verði hvattir til að kynna sér fyrirkomulag á nýju geymslusvæði sveitarfélagsins og mun það berast á næstu dögum.

Lágmarksgjald fyrir geymslu á svæðinu fyrir svæði allt að 15fm2 er 1.000 kr á mánuði m/vsk.

Nánari gjaldskrá er aðgengileg hér.

Til þess að panta geymslupláss skal hafa samband við Þjónustumiðstöð í s: 4875284 eða á vatnsveita@ry.is.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?