10. desember 2013
Fréttir

Útskriftartónleikar.
Elísa Björg Grímsdóttir þverflautunemandi við Tónlistarskóla Rangæinga heldur útskriftartónleika sína laugardaginn 14. desember kl. 20:00 í Safnaðarheimilinu á Hellu.
Elísa Björg mun flytja fjölbreytta dagskrá á tónleikunum, en undirleikur verður í höndum Guðjóns Halldórs Óskarssonar.
Að loknum tónleikum verður boðið upp á kaffi og smákökur.
Allir velkomnir