29. maí 2024
Fréttir
Lokað hefur verið fyrir þetta útboð
Rangárþing ytra óskar eftir tilboðum í verkið „Grunnskólinn á Hellu, 2. áfangi – Suðurbygging: rafkerfi“.
Rangárþing ytra er að byggja 2700 m2 viðbyggingu við grunnskólann á Hellu sem hýsir verknámsstofur, framleiðslueldhús, hátíðarsal, bókasafn og tónlistaskóla ásamt stjórnunarálmu fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla.
Verkið snýst um raflagnir, lágspennu og smáspennu, lagnaleiðir, kapalútdrátt og tengingar ásamt uppsetningu á búnaði.
Gögnin er hægt er að nálgast með því að senda tölvupóst á netfangið tomas@ry.is og óska eftir útboðsgögnum eða sækja þau með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan og opna skjölin með því að skrá netfang: