Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd óskar eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Rangárþings ytra 2024.
Nú skartar náttúran sínu fegursta. Sprelllifandi gróður, ungar að klekjast úr eggjum og íbúar ráða ekki við sig að snyrta og fegra í kringum sig! Þá er um að gera að fara um og skoða hjá nágrönnunum, heilsa og hrósa. Og í leiðinni, ef ykkur sýnist sem svo, tilnefna eitt lögbýli og eitt hús í þéttbýli til umhverfisverðlauna Rangárþings ytra. Tekið er við tilnefningum til 20. júlí og skulu tilnefningar berast með því að fylla út þetta eyðublað. Umhverfis-, hálendis og samgöngunefnd mun svo skoða tilnefningarnar og íbúum verður svo boðið að kjósa um sigurvegara.
Verðlaunin verða afhent á Töðugjöldunum 17. ágúst næstkomandi.
Senda inn tilnefningu (athugið að senda þarf inn eina tilnefningu fyrir hvert heimilisfang)
Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd Rangárþings ytra.