21. mars 2023
Fréttir

Aðgangur að snyrtingum í íþróttahúsinu á Laugalandi eftir samkomulagi.
Gert er ráð fyrir að leigutaki taki við aðstöðunni og sjái um allan daglegan rekstur svæðisins, markaðssetningu, innheimtu afnotagjalda, umhirðu, uppbyggingu og viðhald á svæðinu.
Lögð er áhersla á að svæðinu verði vel við haldið en útlit tjaldsvæðisins er mikilvægt fyrir ásýnd sveitarfélagsins
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu og þekkingu á ferðaþjónustu. Heildarstærð svæðis er um 2ha.
Umsóknir skulu berast fyrir 2. apríl 2023.
Nánari upplýsingar veitir Tómas Haukur Tómasson, forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs í s: 4887000 eða tomas@ry.is