16. desember 2013
Fréttir

Það er mikil ánægja sveitastjórnar Rangárþings ytra að tilkynna íbúum að ákveðið hefur verið að hækka ekki eftirfarandi gjaldskrár:
Fæðisgjald í leikskólunum, mötuneytisgjald grunnskólanna né gjald fyrir vistun á skóladagheimili. Þetta er framlag sveitarstjórnar Rangárþings ytra til þess að viðhalda stöðugleika í efnahagslífinu, til þess að létta fyrir gerð kjarasamninga og til þess að létta barnafólki róðurinn á erfiðum tímum.