19. maí 2020
Fréttir

Þjónustumiðstöð Rangárþings ytra auglýsir!
Sumarstörf 2020
Rangárþing ytra auglýsir laus störf fyrir námsmenn í sumarvinnu. Skilyrði fyrir ráðningu er að umsækjendur séu á milli anna í námi, séu á aldrinum 18-25 ára og skráðir í nám á haustönn. Ráðningartími er til tveggja mánaða.
Umsóknarfrestur er til 25. maí. Nánari upplýsingar veitir Heimir, sími: 780-8833, netfang: heimir@ry.is. Hægt er að sækja um á hér á heimasíðu sveitarfélagsins eða í afgreiðslunni að Suðurlandsvegi 1.