Sumarstörf í Þjónustumiðstöð 2023

Þjónustumiðstöð Rangárþings ytra auglýsir!

Sumarstörf 2023

Þjónustumiðstöð Rangárþings ytra auglýsir eftir flokkstjórum, starfsmönnum til að sinna slætti á görðum eldri borgara
og opnum svæðum og einnig er opið fyrir umsóknir í vinnuskólann.

Vinna flokkstjóra felst í að hafa umsjón með og verkstýra unglingum á aldrinum 13 – 16 ára, við margvísleg umhverfistengd verkefni. Umsækjendur þurfa að vera góð fyrirmynd í stundvísi og vinnusemi og æskilegt er að þeir hafi náð 18 ára aldri. Bílpróf er skilyrði.

Umsjónarmenn opinna svæða. Sinna slætti á görðum eldriborgara og á opnum svæðum ásamt annarri umhirðu opinna svæða. Vinnuvélaréttindi æskileg, lágmarksaldur 17 ára. Krafa um stundvísi og vinnusemi.

Sótt er um störfin hér fyrir ofan með því að smella hér.

Vinnuskóli sumarið 2023 

Opið er fyrir unglinga fædda 2007 - 2010 til skráningar í vinnuskóla Rangárþings ytra fyrir sumarið 2023 til 24. maí n.k..

Vinnutími er frá kl. 9:00 – 16:00 mánudag til fimmtudaga og 09:00-12:00 á föstudögum.

Unglingar fæddir 2010 vinna ýmist frá 9:00 – 12:00 eða 13:00 – 16:00.

Sótt er um starf í vinnuskóla með því að smella hér. 

 

Öll kyn eru hvött til að sækja um störfin.

Skemmtileg sumarvinna með góðu fólki :)

f.h. Þjónustumiðstöðvar Rangárþings ytra
Tómas Haukur Tómasson

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?