Sumarið nálgast óðfluga og úrval sumarnámskeiða fyrir börn verður fjölbreytt og skemmtilegt í ár.
Unnið er að útgáfu bæklings um sumarstarfið og stefnt er á að hann verði aðgengilegur í kringum 10. maí næstkomandi.
Íbúar geta því farið að huga að skipulagi sumarsins og við minnum á að hægt er að nýta frístundastyrk sveitarfélagsins upp í námskeiðsgjöld.
Meðal námskeiða sem verða í boði eru leikjanámskeið á Hellu og Laugalandi, ýmis hestanámskeið, leiklistarnámskeið og myndlistarnámskeið og fleira sem enn er í undirbúningi.
Heilsu-, íþrótta og tómstundanefnd ætlar svo að standa fyrir kynninga- og skemmtidegi 20. maí næstkomandi þar sem námskeiðshöldurum verður boðið að kynna sín námskeið og BMX-brós munu mæta á svæðið með sýningu og námskeið fyrir áhugasama hjólagarpa.