23. maí 2023
Fréttir

Sumardagskrá barna í Rangárþingi ytra sumarið 2023 er fjölbreytt og er margt í boði.
Við hefjum sumarið með sýningu og kennslu frá meisturunum í BMX Brós föstudaginn 2. júní þar sem allir eru boðnir velkomnir á Brettavellinum á Hellu.
Við hvetjum alla að sjálfsögðu til þess að kynna sér framboðið vel og búið er að opna fyrir skráningar!
Ef þú veist um eitthvað sem er ekki í bæklingnum þá er sjálfsagt að uppfæra hann og bæta við.
Nánari upplýsingar veitir Ragnar Jóhannsson heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúi á netfanginu ragnar@ry.is