05. apríl 2022
Fréttir
Rangárþing ytra óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingar á skrifstofu sveitarfélagsins í 70-100% stöðu á tímabilinu 1. júní til 15. ágúst 2022. Leitað er að jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt starf.
Starfssvið:
- Símsvörun og afgreiðsla fyrir skrifstofu sveitarfélagsins, byggingarfulltrúa og félagsþjónustu.
- Móttaka erinda og umsjón með tölvupósti.
- Skjalavistun
- Önnur tilfallandi störf á skrifstofu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun og/eða reynsla af skrifstofustörfum
- Góð þekking á upplýsingatækni, s.s. Excel, Word, Outlook o.fl
- Þekking á One-System skjalakerfi er kostur
- Góð íslenskukunnátta, bæði á töluðu og rituðu máli er skilyrði
- Góð enskukunnátta
- Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfileikar og nákvæm vinnubrögð
Hjá Rangárþingi ytra starfa um 150 manns í allt hjá hinum ýmsu stofununum en skrifstofa sveitarfélagsins er staðsett á Hellu.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl.
Umsókn skal senda með rafrænum hætti á klara@ry.is.
Nánari upplýsingar veitir Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri (klara@ry.is).