Suðurhálendið - Rammaskipulag fyrir Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Skaftárhrepp

Rammaskipulag fyrir Suðurhálendið norðan Mýrdalsjökuls er samræmd stefnumörkun í skipulags- og byggingarmálum á svæðinu, sem tekur einkum til ferðaþjónustu og samgangna.

Stefnumörkunin tekur til stærsta hluta hálendissvæða Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Skaftárhrepps. Markmið skipulagsins er að samræma stefnu sveitarfélaganna þriggja varðandi ferðaþjónustu og samgöngur á hálendissvæðum sveitarfélaganna. Auðvelda þarf umferð ferðafólks um svæðið m.a. til að styrkja svæðið vegna ferðamennsku og einnig til að létta álagi af vissum stöðum.

Sveitarfélögin þrjú hafa samþykkt að auglýsa tillöguna til kynningar og gefa almenningi og öðrum hagsmunaaðilum kost á að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum. Gert er ráð fyrir að endanleg tillaga hljóti síðar samþykki allra sveitarfélaganna og verði lögð til grundvallar við næstu endurskoðun aðalskipulags hvers sveitarfélags. Frestur til að skila inna athugasemdum og ábendingum er til 20. september 2013. Tillöguna má nálgast á heimasíðum sveitarfélaganna www.ry.is , www.hvolsvollur.is , www.klaustur.is og á heimasíðu skipulagsráðgjafa verkefnisins www.steinsholtsf.is. Einnig mun tillagan liggja frammi hjá skipulagsfulltrúum sveitarfélaganna og skipulagsráðgjöfum.

Athugasemdum og ábendingum skal skilað á skrifstofur skipulagsfulltrúa sveitarfélaganna.

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Suðurlandsvegi 1, 850 Hella

birgir@ry.is

 

Anton Kári Halldórsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra og Skaftárhrepps

Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli / Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri

bygg@hvolsvollur.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?