29. nóvember 2016
Fréttir
Orkusalan kom færandi hendi á dögunum og færði Rangárþingi ytra glænýja hleðslustöð fyrir rafbíla. Orkusalan er nú á ferð um landið og ætlar að færa öllum sveitarfélögunum í landinu slíka stöð. Í fréttatilkynningu Orkusölunnar segir að með framtakinu er ætlun fyrirtækisins að gera rafbílaeigenum það auðveldara að ferðast um landið en hingað til hafi það verið illmögulegt vegna fárra hleðslustöðva á Íslandi. Hafliði Ingason, sölustjóri Orkusölunnar, segir að með þessu sé fyrirtækið að ýta mikilvægum bolta af stað, sýna samfélagslega ábyrgð og skila þannig sínu í innviði landsins