Startup Tourism - opið fyrir umsóknir
Startup Tourism er fimm vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu.

Markmið hraðalsins er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.

Allt að tíu fyrirtæki verða valin til þátttöku. Þau fá aðgang að fullbúnu skrifstofurými meðan á verkefninu stendur og gefst kostur á að njóta fræðslu og þjálfunar og þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila á sviði ferðaþjónustu og annarra sérfræðinga og stjórnenda þeim að kostnaðarlausu.

Opið er fyrir umsóknir til og með 13. október.

Hægt er að fá frekari upplýsingar og sækja um með því að smella hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?