06. nóvember 2020
Fréttir
Fossabrekkur í Ytri-Rangá
Atvinnu- og menningarmálanefnd Rangárþings ytra boðar til fundar með ferðaþjónustuaðilum í sveitarfélaginu fimmtudaginn 12. nóvember kl. 17:30 á ZOOM.
Tilgangur fundarins er að fara yfir stöðu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu á tímum heimsfaraldurs.
Gestir fundarins verða:
Friðrik Pálsson, hótelstjóri og eigandi Hótel Rangá.
Friðrik mun segja frá því hvernig var brugðist við eftir að COVID smit kom upp á Hótel Rangá á dögunum.
Dagný Hulda Jóhannsdóttir, framkvæmdarstjóri Markaðsstofu Suðurlands
Dagný mun fara yfir hvað sé framundan hjá Markaðsstofunni sem og Íslandsstofu.
Mikilvægt er að þátttakendur skrái sig á fundinn. Skráning fer fram hér.
Ef sú staða kemur upp að ekki er áhugi á fundinum þá verður honum aflýst.
Sjáumst vonandi sem flest!