Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Hella, miðbæjarskipulag, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.12.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir breytingu á miðbæjarskipulagi á Hellu. Um er að ræða svæðið norðan Suðurlandsvegar. Í deiliskipulaginu verður gerð breyting á gatnakerfi til að bæta umferðaröryggi. Einnig verður lóðum breytt og fjölgað til að þétta byggð. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Suðurlandsvegi (1) og tengist innanbæjar á Hellu.
Uppdrátt og greinargerð má nálgast hér.
Háfshjáleiga land 4, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.12.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Háfshjáleigu land 4. Gert verði ráð fyrir allt að 10 smáhýsum, 2 íbúðarhúsum og 2 frístundahúsum, gróðurhúsi, skemmu og hesthúsi, samanlagt allt að 3000 m². Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Ásvegi (275).
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 27. janúar 2021.
Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar Rangárþings ytra á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.
Minna-Hof, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi í landi Minna-Hofs þar sem um 110 ha landbúnaðarsvæði er breytt í íbúðabyggð, ÍB30. Aðalskipulagsbreytingin er sett fram í greinargerð dags. 16. júlí 2020 og fylgir uppdráttur í mkv. 1:50.000 með sömu dagsetningu.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488 7000 eða með tölvupósti á netfangið birgir@ry.is
„ „ „ „ „ „ „ „ „ „ „ „
Samkvæmt 3. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar Rangárþings ytra á eftirfarandi skipulagsáætlun:
Minna-Hof, Rangárþingi ytra, Deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt tillögu að deiliskipulagi fyrir Minna Hof samhliða breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið. Um er að ræða deiliskipulag sem gerir ráð fyrir uppbyggingu á alls 41 íbúðarhúsalóð. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Rangárvallavegi (nr. 264).
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti á netfangið birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra