Skipulagsmál til kynningar

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Ægissíða 1 L165446, Stekkatún, breyting á landnotkun.

Rangárþing ytra samþykkti þann 16.8.2023 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting á landnotkun verður úr núverandi landbúnaðarnotum í verslunar- og þjónustusvæði. Gert er ráð fyrir að settar verði upp allt að 12 plastkúlur til afnota fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi.

Greinargerð má nálgast hér

Uppdrátt má nálgast hér

Kafli 2.3.8 – Stakar framkvæmdir. Breyting á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.11.2023 að gerðar verða nauðsynlegar breytingar á skilmálum varðandi stakar framkvæmdir. Bætt verði við neðangreindum texta í kafla 2.3.8 í greinargerð aðalskipulagsins: Tímabundnar framkvæmdir, eftirlits- og rannsóknarstarfsemi s.s. tilraunaborholur, rannsóknamöstur (allt að 80 m), skoðun jarðefna, tímabundnar vinnubúðir, aðstaða verktaka vegna framkvæmda o.fl.

Skipulagsgögn má nálgast hér

Svínhagi SH-18, VÞ25, breyting á texta í greinargerð.

Rangárþing ytra samþykkti þann 8.11.2023 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæðið VÞ25 og nær það yfir spilduna SH-16 (L218363). Með breytingunni verður spildan SH-18 (L218365) hluti af VÞ25 og stækkar það úr 5 ha í rúma 11 ha. Heimild verður fyrir gistingu fyrir allt að 100 gesti, 50 innan hvorrar lóðar.

Skipulagsgögn má nálgast hér

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Ægissíða 1 L165446, Stekkatún, Rangárþingi ytra, deiliskipulag (Endurauglýsing)

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.11.2023 að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi af hluta jarðarinnar Ægissíða 1, L165446. Tillagan tekur til uppbyggingar á ferðaþjónustu þar sem gert er ráð fyrir 12 plastkúlum, þjónustuhúsi og bílastæði. Tillagan var auglýst frá og með 6.3.2023 til og með 24. maí 2023. Ábendingar bárust og lögð er fram uppfærð tillaga þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra. Eftir auglýsingu var ákveðið að stækka umfang minni byggingareitsins og hann færður undir núverandi útihús. Hér er um endurauglýsingu að ræða vegna tengingar við breytingarinnar á landnotkun í aðalskipulagi sem er í ferli og er hér einnig auglýst. Þær umsagnir sem bárust við fyrri auglýsingu skuli gilda áfram nema umsagnaraðilar óski annars.

Skipulagsgögn má nálgast hér

Hvammur 3, Rangárþingi ytra, deiliskipulag (Endurauglýsing)

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.10.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir vinnubúðir Landsvirkjunar að Hvammi 3. Breyting á texta um stakar framkvæmdir í greinargerð í aðalskipulagi er hér auglýst samhliða. Vinnubúðirnar munu koma til með að standa á framkvæmdatíma Hvammsvirkjunar. Aðkoman að svæðinu er frá Landvegi 26, um Hvammsveg. Hér er um endurauglýsingu að ræða vegna tengingar við breytingarinnar á landnotkun í aðalskipulagi sem er í ferli og er hér einnig auglýst. Þær umsagnir sem bárust við fyrri auglýsingu skuli gilda áfram nema umsagnaraðilar óski annars.

Skipulagsgögn má nálgast hér

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 9. janúar 2024. Æskilegt er að athugasemdum verði skilað í gegnum Skipulagsgáttina, www.skipulagsgatt.is 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?