Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (sett inn 13.7.2023).
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028
Ægissíða 1, Stekkatún. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.7.2023 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 á lóðinni Ægissíða 1 L165446 þar sem hluti núverandi landbúnaðarsvæðis verði breytt í Verslunar- og þjónustusvæði. Gert er ráð fyrir að settar verði upp allt að 12 plastkúlur til afnota fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi.
Lýsingu skipulagsáforma má nálgast hér
Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 2. ágúst 2023.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Hróarslækur og Hróarslækur 2, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.7.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu á Hróarslæk. Stefnt er að áframhaldandi þróun á jörðinni með stækkun gistirýma og byggingu íbúðarhúsnæðis. Aðkoma að svæðinu er frá Rangárvallavegi nr. 264.
Tillögu má nálgast hér
Meiri Tunga 7, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.7.2023 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina Meiri Tungu 7, Rangárþingi ytra, dags. 14.3.2019. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að um rúmlega 1,1 ha svæði úr nærliggjandi jörð verði notað undir uppbyggingu ferðaþjónustu í formi gistingar í allt að fimm gistiskálum. Aðkoman að svæðinu er frá Ásvegi /(275) og um sama aðkomuveg og að íbúðarhúsinu á Meiri Tungu 7.
Tillögu má nálgast hér
Uxahryggur 2, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.7.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðirnar Háigarður L235143, Bugurinn (Uxahryggur 2) L211029, Sóleyjartún (Uxahryggur 2 lóð 4) L212279 og LitliBær (Uxahryggur 2 lóð 3) L212278. Heimilt verður að byggja á hverri lóð
frístundarhús, allt að 150m² og gestahús allt að 40m², mænishæð allt að 6m, og önnur smáhýsi sem eðlilegt getur talist að tilheyra frístundarhúsi, s.s. gróðurhús, geymslu, baðhús o.þ.h. Aðkoma að lóðunum er frá Landeyjavegi nr. 252.
Tillögu má nálgast hér
Hrauneyjafossstöð, Rangárþingi ytra og Ásahreppi, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.7.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hrauneyjafossstöð, þar sem deiliskipulaginu verði ætlað að setja ramma utan um starfsemi á svæðinu og viðhald hennar til framtíðar og að gerð verði grein fyrir mannvirkjum í skipulagi. Uppsett afl Hrauneyjafossstöðvar er allt að 210 MW og verður heimilt að stækka hana í 240 MW. Ef farið verður í þær framkvæmdir munu þær einungis felast í endurbótum á núverandi vélum og verða innanhúss. Lýsing var kynnt sameiginlega af báðum sveitarfélögum 16. júní til 7. júlí 2022.
Tillögu má nálgast hér
Sigöldustöð, Rangárþingi ytra og Ásahreppi, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.7.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Sigöldustöð, þar sem deiliskipulaginu verði ætlað að setja ramma utan um starfsemi á svæðinu og viðhald hennar til framtíðar og að gerð verði grein fyrir mannvirkjum í skipulagi. Í dag er virkjað rennsli 240 m3/s og afl Sigöldustöðvar er 150 MW. Framkvæmdir við stöðina hófust árið 1973 og var hún gangsett í byrjun árs 1978. Landsvirkjun áformar nú að stækka stöðina með því að bæta við fjórðu vélinni og auka með því afl stöðvarinnar í allt að 215 MW. Auk þess verður stöðvarhús stækkað og frárennslisskurður breikkaður næst stöðvarhúsi. Lýsing var kynnt sameiginlega af báðum sveitarfélögum 16. júní til 7. júlí 2022.
Tillögu má nálgast hér
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. ágúst 2023
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra