Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.
Árbæjarhellir land 2, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun
Sveitarfélagið vinnur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreyting þessi tekur til breyttrar landnotkunar utan við þéttbýlið á Hellu. Um 3 ha svæði úr landi Árbæjarhellis 2, norðan við Árbæjarveg, verði breytt úr landbúnaðarsvæði og verði skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði eftir breytingu. Eftir breytingu verður texti í greinargerð svohljóðandi:
„VÞ15. Gert er ráð fyrir byggingu veitinga- og gistiheimilis til ferðaþjónustu. Byggingar geta verið á einni til tveimur hæðum og skulu halda í dreifbýlisyfirbragð byggðarinnar. Stærð svæðis er um 3 ha.“
Tillagan er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Kynningu lýkur föstudaginn 9. desember, klukkan 15.00
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra