Sjálfbær sveitarfélög og samsköpun - Lokaráðstefna Crethink 3. júní

CRETHINK - ,,Co-creative RETHINKing for sustainable cities" er tveggja ára Erasmus+ verkefni sem miðar að því að styðja íbúa sveitarfélaga í því að öðlast hæfni við að leysa flókin samfélagsleg viðfangsefni með hugmyndafræði og aðferðum samsköpunar (e. Co-creation).

Unnið var með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr. 11 - Sjálfbærar borgir og samfélög. Viðfangsefni evrópsku þátttökuborganna voru ólík þó að öll hafi á einhvern hátt fjallað um umhverfismál.

Sjá nánar um viðburðinn hér

 

HÚSIÐ OPNAR KL.12:30 OG HEFST DAGSKRÁ KL.13:00

  • 13:00-13:30 / Setning ráðstefnu Maren Marie Pilegård Andersen verkefnastjóri Crethink setur
    ráðstefnuna og útskýrir tilgang og fyrirkomulag
  • 13:30-15:30 / Fjórar vinnustofur á vegum þátttöku borganna:
    -Vejle í Danmörku: Græn skref í verslunarrekstri. Hverju skila þau?
    -Palermo á Ítalíu: Að hanna íbúasvæði með íbúalýðræði
    -Hveragerði á Íslandi: Hvernig búum við til
    zero-waste“ samfélag?
    -Novo mesto í Slóveníu: Tré í borg. Hvaða þýðingu hafa skógar í þéttbýli?
  • 15:30-16:30 – Hvað er samsköpun (e. Co-creation)
    Stutt vinnustofa um samsköpun sem aðferð til að leysa úr flóknum
    viðfangsefnum og hvernig hún er nýtt til þess að efla almenning til
    þátttöku í sínu samfélagi og hvað beri helst að varast þegar stuðst er
    við samsköpun sem leið til þróunar

Nánar um verkefnið:

Vejle í Danmörku: Græn skref í verslunarrekstri. Hverju skila þau?

 

Verkefnið gengur út á að styðja staðbundin smásölufyrirtæki og aðra hagsmunaaðila
eins og viðskiptaþróunarráðgjafa og fyrirtækjasamtök auk viðskiptavinanna sjálfra, í
Vejle í að verða sjálfbær. Farið var í rannsóknir og prófanir til að finna aðferðir til að
styðja við staðbundna sjálfbæra þróun innan Vejle. Vonir standa til þess að þær
aðferðir geti dreifst til annarra viðskiptaneta í Danmörku og fleiri landa/borga.

 

Palermo á Ítalíu: Hvernig hönnum við íbúasvæði með íbúalýðræði?

 

Ítalska teymið í borginni Palermo ákvað að virkja unga framhaldsskólanema í
samsköpunarferli nýs útivistarsvæðis. Svæðið sem um ræðir er fyrir framan inngang
skólans og var bílastæði sem breytt var í torg með það að markmiði að það yrði
öruggt félagssvæði, skapað með og fyrir nemendur skólans.

 

Hveragerði á Íslandi: Hvernig búum við til „zero-waste“ samfélag?

 

Verkefnið gengur út á innleiðingu Hringrásarhagkerfis í sveitarfélögum á Suðurlandi
og var Hveragerðisbær nýttur sem tilraunabær. Markmiðið var að sýna hvernig allir
íbúar sveitafélags eru hluti af keðju og sú keðja er aðeins eins sterk og veikasti
hlekkur hennar og að sýna fram á að þegar allir íbúar eiga jafn stóran þátt í
verkefnunum læra þeir að skilja eigið mikilvægi.

 

Novo mesto í Slóveníu: Hvaða þýðingu hafa skóga í þéttbýli?

Verkefnið gengur út á að innleiða betri umönnun trjáa í þéttbýli meðal þeirra sem
taka ákvarðanir fyrir sveitarfélagið sem og íbúa í Novo mesto. Samstarfsaðilar gengu
til liðs við verkefnið með það fyrir augum að bæta umhirðu borgartrjánna á staðnum
og nota samsköpunaraðferðina til að virkja sem flesta (fagfólk og almenning) og
skapa tengslanet áhugasamra úr hópi almennings.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?