Frábært lið Rangárþings ytra atti kappi við lið Fljótsdalshéraðs í Útsvari í gærkvöldi. Leikar fóru þannig að Rangárþing ytra tapaði með fjórum stigum eftir æsispennandi keppni en lokastaðan var 62 – 66 Fljótsdalshéraði í vil.
Enga að síður þýðir þetta að liðið varð eitt af 5 stigahæstu tapliðum vetrarins og heldur því áfram í 16 – liða úrslitin. Glæsileg frammistaða hjá okkar fólki.
Til hamingju Rangárþing ytra!
Lið Rangárþings ytra í ár er skipað:
Bæring Jón Breiðfjörð Guðmundssyni
Fjólu Kristínu B Blandon
Sigurjóni Bjarna Sigurjónssyni
Gjafirnar sem okkar fólk færði keppendum Fljótsdalshéraðs voru:
Gisting fyrir tvo með morgunmat á Hótel Stracta á Hellu.
www.stractahotels.is
Lopavettlingar og prjónuð jólakúla frá Litlu lopasjoppunni á Hellu.
www.facebook.com/woolmarket.is/
Gjafabréf í leiðsögn í stærsta manngerða helli á Íslandi að Hellum í Landsveit.
www.hellar.is
Gjafabréf á Stórsýningu sunnlenskra hestamanna sem haldin er í Rangárhöllinni, Hellu á skírdag ár hvert.
Sögu Laugalandsskóla eftir Olgeir Engilbertsson.
Bók frá Sæmundi bókaútgáfu.
www.bokakaffi.is
Hrossabjúgu frá Hellisbúanum í Hrólfsstaðahelli.
www.facebook.com/hellisbuinn/
Þökkum við fyrirtækjum kærlega fyrir þeirra framlag!
P.s. ef einhverjir misstu af þættinum þá er hægt að horfa á hann á netinu hér.
http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/utsvar/20171208