Rangárþing ytra auglýsir starf íþrótta- og fjölmenningarfulltrúa

Rangárþing ytra óskar eftir að ráða öflugan og drífandi einstakling í starf íþrótta- og fjölmenningarfulltrúa. Um fjölbreytt og margþætt framtíðarstarf er að ræða sem krefst góðrar færni á ýmsum sviðum, m.a. í tengslum við heilsu, íþrótta- og fjölmenningarmál, móttöku nýrra íbúa og forvarnastarfs. Starfshlutfall er 100%.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ábyrgð á og umsjón með íþrótta- og tómstundamálum
  • Starfsmaður heilsu,- íþrótta- og tómstundanefndar, ungmennaráðs og stýrihóps Heilsueflandi samfélags
  • Tengiliður við félög innan sveitarfélaganna
  • Stuðningur og ráðgjöf við félög sem hafa með höndum skipulagt íþrótta- og tómstundastarf, svo sem hvað varðar stefnumótun, skipulag og framboð á slíku starfi
  • Utanumhald, stefnumótun og verkefnastjórn Heilsueflandi samfélags
  • Innleiðing, stefnumótun og verkefnastjórn fjölmenningarmála sveitarfélagsins
  • Ábyrgð á móttökuáætlun vegna nýrra íbúa
  • Hefur umsjón með og samræmir allt forvarnarstarf, einkum sem snýr að börnum og ungmennum
  • Ábyrgð á starfssemi félagsmiðstöðva
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af verkefnastjórn
  • Reynsla af íþrótta-, tómstunda- og fjölmenningarmálum
  • Reynsla og þekking á stjórnsýslu sveitarfélaga
  • Þekking á svæðinu og nærsamfélaginu er æskileg
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
  • Áhugi á þróun heilsueflingar á víðum grunni
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og góðir skipulagshæfileikar
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti er skilyrði

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, á netfanginu jon@ry.is eða í síma 488-7000.

Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember. Ásamt umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Senda skal umsóknir á netfangið ry@ry.is. Allir áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?